Gerðum þetta fagmannlega !

Ferguson: - Vidic tæpur fyrir Chelsea leikinn

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir ólíklegt að Serbinn Nemanja Vidic verði með liðinu í leiknum gegn Chelsea á laugardaginn en Vidic fékk magakveisu og þurfti að fara á sjúkrahús í Barcelona í gær og gat ekki verið með á móti Börsungum í kvöld.

Manchester United getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn takist því að sigra Chelsea á Stamford Bridge en þegar þrjár umferðir eru eftir er United með þriggja stiga forskot á Chelsea og hefur auk þess miklu betri markatölu.

,,Við gerðum þetta fagmannlega. Uppleggið var að verjast vel og það gerðum við svo sannarlega. Barcelona fékk fá færi. Ég var hins vegar ekki með hversu auðveldlega við töpuðum boltanum. Við fengum nokkur góð færi á skyndisóknum en fórum illa að ráði okkar. Engu að síður get ég ekki annað en verið ánægður með úrslitin,“ sagði Ferguson.

Rooney og Ferguson


mbl.is Ferguson: Gerðum þetta fagmannlega - Vidic tæpur fyrir Chelsea leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Vidic lagði hann undir á leikinn ?

Ómar Ingi, 24.4.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Brandurj

Já ætli það ekki :)

Brandurj, 25.4.2008 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband