Þetta er langt en ótrúlega skemmtilegt!


Fólk ætti að standa upp og hneigja sig fyrir heimaVINNANDI mæðrum! :)


Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi.
Konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.

En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.

Hún sagði: „Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna."

„Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta,
ylja upp matinn og láta þau hátta."

Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: „Ég þarf að pissa."

Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: „Ég þarf að kúka."
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.

Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum.
Þvílíkt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.

Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu.
En þeytast um kófsveittur skammtandi
og skeinandi, skiljandi áflogaseggina veinandi!

Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta.
En hún sagði: „Elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera."

Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.

Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur,
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna: „Hamingjan sanna,
hér á að teljast bústaður manna."

Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á því væri raunin
að þau væru tvöfölduð, skipstjóralaunin.

En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna.
Af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.

Áfram með störfin ótt líður tíminn,
Æ, aldrei friður, nú hringir síminn.
„Halló", var sagt, „það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka."

Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
„Hvað sagði hún; að krakkarnir væru orðnir tíu?!"
„Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband