Færsluflokkur: Spaugilegt

Enn eru Þjóðverjar með.

Jæja,enn eru þjóðverjar með á HM,ein af fáum evrópuþjóðum sem að geta unnið þetta mót.og ég er á því ennþá að þeir taki Argentínu  2 - 1 annað kvöld :)

 

Og svo eru þjóðverjar harðir naglar eins og tommi úr Leikni R eins og sést á þessari mynd!

 

football_injury.jpg


Flugan hans Hjartar.

Gleymdi alveg að setja inn mynd af "Longtail" flugu Hjartar sonar míns.

Hérna kemur hún.

P7035401


Loksins farinn að skrifa aftur.

Jæja,þá er sumarfríið mitt brátt á enda (20-07) svo að ég ætla mér að nýta restina í veiði,fór bæði föstu og laugardag á Úlfljótsvatn og fékk þar 3 mjög svo fallegar bleikjur,allt um 2 pundinn,og á flugu sem að ég hnýtti sjálfur.

Set hérna inn mynd þar sem að ég og Siggi vinnufélagi minn vorum.

P7035447

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að þetta sé kallað kirkjuvík.Mjög fallegt umhverfið þar.

Næst förum við sennilega fleyri á Snæfellsnesið í Hlíðarvatn og verðum þar 2 daga.

En þetta er búið að vera mjög gott sumarfrí hjá mér.Og hjá vinnufélögunum þeir fáfrí frá öllum perraskapnum í mér :)..

Jæja,held að þetta sé orðið svona gott í bili en set hérna inn mynd af straumflugu sem að sonur min 17 ára hnýtti,og það fyrsta flugan hans.Ansi gott bara,finnst ykkur það ekki?

P7035423

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er Siggi,reyndur veiðimaður og einn af þeim sem að þekkja nánast allt Ísland.Ekkert smá mikill fróðleikur hjá kallinum þegar að við erum að keyra um sveitir og milli vatna.

 

P7035434

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona var orðið stillt þegar að við vorum að fara.

 

Kveðja
Brandur


Nýr Íslendingur,Rodman JR.

Jæja,þá er hann kominn í heiminn grey strákurinn,og ég og Bína bara orðinn afi og amma .....ja hérna,Selma hvað ertu að gera okkur :)?

Nei ég bara gæti ekki verið stoltari,hérna koma svo 2 myndir af honum.

Hérna er hann með ömmu og afa.

IMG 0152

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo er þessi mynd bara snilld ,þarna er hann ekki einu sinni 2 tíma gamall.

Sætur strákur.Alveg gullfallegur!!!!!!!!!!!!!!

Þennan dreng á ég sko eftir að dekra í framtíðinni.

Meira seinna.

 

Það er ekkert smá sérkennilegt hvernig að krakkinn sefur.

 

20081122185249_4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20081122185324_5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snilldarlegt að sjá hann lúlla með hendurnar fyrir aftan bak,eða haus.

Hann er líka alveg svakalega krútt drengur.

Meira seinna.

Kveðja

Brandur


Eitt og annað og matvörur.

Food_Safety1J

JÆJA,Man Utd að keppa við Middlesboro einmitt núna,staðan er 1-1,hvað er eiginlega í gangi hjá Man Udt? Geta þeir bara gert jafntefli og tapað,ég sætti mig ekki við þetta.

 

UPDATE: Man Udt er komið í 2-1.

 

Og svo annað sem að ég furða mig mikið á,ég vinn á Select í Breiðholti,og ég furða mig alltaf á hvað fólk getur verið skrýtið.

Til dæmis er fólk að kaupa í matinn hjá okkur,og ekki er matarkarfan hjá okkur ekki ódýr,afgreiddi hjón í dag sem að keyptu vörur fyrir um 5000 kr,en   á meðan var Bónus,Krónan og Nettó opið.

Þar sem að þetta fólk hefði fengið meira en helmingi meira en að það keypti hjá okkur.

Ég bara skil .etta ekki,oft langar mig að segja við þetta fólk,"afhverju farið þið ekki í Bónus uppí Hólum en að versla hérna,þið fáið helmingi meira að kaupa þetta í Bónus en hér hjá okkur"

Já,sko fólk er skrýtið.

 

 


Já það held ég nefnilega.

Ég held nefnilega að strákarnir taki frakkana og hirði GULLIÐ.

Ég get allavega lofað ykkur alveg 110% spennu og baráttu

hjá íslensku strákunum.

'Afram Ísland


mbl.is „Ísland tekur Frakkar á bólið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harper fyrst í 100 metra grind...

Guð minn góður,las þetta sem;

Klamydía fyrst í 100 metra grind.

 

 


mbl.is Harper fyrst í 100 metra grind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man Utd og Keflavík.

Jæja,þá er enska deildin byrjuð á fullu,þó svo að Man Utd sé mitt lið síðan 1969 þá held ég að annaðhvort Chelsea eða Arsenal taki þetta í ár.En auðvitað heldur maður í vonina eins og drukknandi maður.

En Manchester United eru mínir menn.

man-utd-logo
Og hérna heima þá vinna Keflvíkingar deildina í ár,þeir eru búnir að sýna og sanna að þeir eru með langbesta liðið,Alveg langbesta lið sem að hefur spilað í Landsbankadeidinni í nokkur ár.
Til hamingju ÍBK
3565

Þetta er langt en ótrúlega skemmtilegt!


Fólk ætti að standa upp og hneigja sig fyrir heimaVINNANDI mæðrum! :)


Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi.
Konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.

En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.

Hún sagði: „Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna."

„Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta,
ylja upp matinn og láta þau hátta."

Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: „Ég þarf að pissa."

Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: „Ég þarf að kúka."
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.

Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum.
Þvílíkt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.

Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu.
En þeytast um kófsveittur skammtandi
og skeinandi, skiljandi áflogaseggina veinandi!

Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta.
En hún sagði: „Elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera."

Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.

Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur,
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna: „Hamingjan sanna,
hér á að teljast bústaður manna."

Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á því væri raunin
að þau væru tvöfölduð, skipstjóralaunin.

En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna.
Af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.

Áfram með störfin ótt líður tíminn,
Æ, aldrei friður, nú hringir síminn.
„Halló", var sagt, „það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka."

Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
„Hvað sagði hún; að krakkarnir væru orðnir tíu?!"
„Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna

Stóra stundin nálgast!

Stóra stundin nálgast!

Helstu fjölmiðlar landsins hafa fjallað ítarlega um endurkomu Tjörnes United á knattspyrnuvöllinn enda hefur viðburðurinn vakið víðáttumikla athygli bæði til lands og sjávar. Fjöldi fólks vinnur nú að því að láta dæmið ganga upp. Að sögn Palla Rikka vallarvarðar og miðvarðar Tjörnesinga er unnið öturlega að því að slá og merkja völlinn svo hann verði boðlegur gömlum og þreyttum æðarhnútaleggjum Tjörnesinga. Þá er Henson með 27 starfsmenn á vöktum við að sauma búninga á liðið. Halldór í Henson reiknar með að jafnmikið efni fari í búningana okkar eins og fór samanlagt í búninga allra liðsmanna sem leika með liðum í Landsbankadeildinni. Hann hlýtur að hafa misskilið pöntunina því þegar búningarnir voru pantaðir var þess getið að þungavigtarliðið Tjörnes United ætlaði að koma saman og leika einn leik í tilefni að því að um 25 ár væru liðin frá gullaldarárum liðsins. Vissulega eru flestir liðsmenn aðeins stærri og meiri en þeir voru á sínum yngri árum en varla svo að þetta sé rétt hjá Henson.

Sveinn Rúnar Arason hefur tekið að sér það erfiða verkefni að dæma leikinn en hann dæmdi flesta okkar leiki á sínum tíma. Rúnar hefur hafið leit af gömlu flautunni sinni og dómarabúningnum. Hann sagðist ekki eiga spjöldin lengur sem hann veifaði í tíma og ótíma á okkur í denn. Þau væru orðin ónýt enda mikið notuð í okkar leikjum, sérstaklega rauða spjaldið. Einhverja hluta vegna var dómurum alltaf frekar illa við okkur því oftar en ekki vorum við ekki með fullmannað lið á vellinum. Okkar skýring er sú, að flestum dómurum hafi fundist eðlilegt að reka menn útaf úr okkar liði til að jafna leikinn fyrir hitt liðið.

Mývetningar hafa fallist á að spila við okkur og gamla góða keppnisskapið er alltaf til staðar hjá þeim því þeir hafa hafið æfingar og ætla sér sigur næsta laugardag. Ljóst er að vonbrigði þeirra verða mikil þar sem aldrei hefur verið hægt að bóka sigur á Tjörnes United.

Varðandi laugardaginn þá hafa flestir leikmenn Tjörnes United boðað komu sína í leikinn. Hugmyndin að hittast milli kl. 11:00 og 12:00 heima hjá Kúta að Baughól 31b. Hann hefur boðist til að taka á móti hópnum. Þar verður boðið upp á kaffi, te, rist og léttar veitingar fyrir leikinn. Guðbrandur Jónsson mætir á svæðið og fer yfir leikskipulagið og hjálp í viðlögum þegar hlúa þarf að löskuðum leikmönnum. Rifjaðar verða upp gamlar sögur og nýju búningarnir verða skoðaðir og úthlutað til leikmanna. Eftir það er ætlast til að menn taki því rólega til kl. 17:00 svo þeir stífni ekki upp. Þá er mæting í Sundlaug Húsavíkur þar sem við höfum fengið aðstöðu til að klæða okkur ásamt mótherjum okkar. Hugmyndin er að flestir, vonandi allir fari í búninga. Síðan kemur í ljós hvað menn treysta sér til að spila lítið. Leikurinn hefst tímanlega kl. 18:00.

Að leik loknum er okkur boðið í sundlaugina, gufu og heita potta. Þar verður leikurinn krufinn til mergjar og sagðar frekari sögur af okkar afrekum í gegnum tíðina, það er helstu afrekum annars þyrftum við alla helgina. Við höfum fengið leyfi til að hafa með okkur léttar veitingar í pottinn fyrir þá sem það vilja. Þegar við höfum lokið okkur af í sundlauginni lýkur samverustundinni okkar formlega. Án efa verður mjög gaman fyrir okkur að hittast þessa stund á laugardaginn og það er jafnframt ánægjulegt til þess að vita að nokkrir fyrrverandi leikmenn Tjörnesinga sem nú eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og Akureyri ætla að gera sér ferð til Húsavíkur til að taka þátt leiknum. Gaman saman.

Að lokum er full ástæða til að þakka Guðmundi Halldórssyni málarameistara, Karólínu ÞH og Framsýn-stéttarfélagi fyrir stuðninginn en þessir aðilar eru aðalstyrktar aðilar leiksins.

Með kveðju!

Nefndin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband